ANNA ÓLAFSDÓTTIR
BJÖRNSSON
Ég er alin upp við myndlist. Var ung heimagangur í Myndlista- og handíðaskóla Íslands meðan mamma var þar við nám. Stundaði nám við sama skóla 1972-1974. Lengst samfellt var ég við nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík á níunda áratugnum, einkum í teikningu, grafík og málun, allt að 20 stundir á viku með vinnu. Skrifaði ágrip af sögu skólans 1947-1987. Er ein af stofnfélögum Grósku í Garðabæ og á Álftanesi. Fékk fyrst áhuga á vatnslitatækni á námskeiði listafélagsins Dægradvalar á Álftanesi undir handleiðslu Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar rétt fyrir árþúsundamótin. Þegar Vatnslitafélag Íslands var stofnað í ársbyrjun 2019 var ég meðal stofnfélaga og fékk strax brennandi áhuga á möguleikum vatnslitatækninnar. Sótti vatnslitanámskeið hjá Keith Hornblower haustið 2019, Vicente Garcia 2022 og Alvaro Castagnet 2022 og 2023.
Sýningar:
Hélt mína fyrstu einkasýningu í Listamiðstöðinni við Lækjartorg haustið 1984.
Gerði veggskreytingu fyrir veitingahúsið Eldvagninn við Laugaveg seint á níunda áratugnum.
Hef haldið fjölmargar smærri einkasýningar á kaffihúsum og í öðrum sýningarýmum.
Hef einnig tekið þátt í samsýningum olíumálara, Grósku og Vatnslitafélagsins.
Tók þátt í alþjóðlegri vatnslitahátíð IWS-Arte21online í Cordoba í mars 2023, bæði sýningu listamanna frá 30 löndum og vatnslitamyndasamkeppni. Hreppti 2. verðlaun í samkeppni hátíðarinnar.
Landslag án staðsetningar 1 (35 cm x 50 cm)
Landslag án staðsetningar 2 (35 cm x 50 cm)
Útikaffi (30 cm x 45 cm) 2019
Chania (23 cm x 30 cm) 2020
Kyrrð 38 cm x 56 cm 2023
Hvítfyssandi 37 cm x 56 cm 2023
Logn 39 cm x56 cm 2023
Kyrrð (30 cm x 23 cm) 2020
Erfitt að setja upp öryggismyndavél (30 cm x 42 cm) 2020
Á heiðinni (30 cm x 45 cm)