ÁSA L.
ARADÓTTIR
Ása hefur haft áhuga á myndlist alla tíð en hún menntaði sig á sviði náttúrufræði og starfar nú sem prófessor á sviði vistheimtarfræða við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún sótti námskeið í teiknun og málun við Myndlistaskólann í Reykjavík, Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Myndlistarskóla Kópavogs og stundar nú BA nám við Open College for the Arts í Bretlandi meðfram vinnu. Árið 2011 kynntist Ása undrum vatnslitanna undir leiðsögn Derek Mundell í Myndlistarskóla Kópavogs og hafa vatnslitir æ síðan skipað stóran sess í myndlist hennar.
Viðfangsefni Ásu í málverkinu spretta oft af störfum hennar. Hún hefur mikinn áhuga á samspili vísinda og lista, meðal annars til að vekja athygli á og auka skilning á náttúrunni og stöðu vistkerfa, auk þess sem teiknun og málun er henni mikilvæg leið til að kanna og upplifa.
Samsýningar:
2017: Nordic House, Reykjavík, NAS / RWSW Watercolour Connections
2014: Córdoba, Spánn. 17. ECWS alþjóðlegu vatnslitasýning
Melagambri 45 x 60 cm
Víðerni 56 x 76 cm
Virðulegur íbúi 37 x 27 cm
Birkireklar 25 x 19 cm
Ósjálfbært 38 x 56 cm