top of page
TVÖ NÁMSKEIÐ MEÐ
MICHAEL SOLOVYEV
2. – 8. júní 2023
Michael Solovyev frá Kanada kom til okkar í júní og kenndi á tveimur þriggja daga námskeiðum. Eins og sést á myndunum var portrett og manneskjan aðal viðfangsefnið á fyrra námskeiðinu en landslag á því seinna. Michael er virkilega góður listamaður og kennari og vorum við því mjög heppin að fá hann til landsins enda er hann bókaður ár fram í tímann.
Tuttugu og fjórir félagsmenn unnu mjög vel undir hans leiðsögn. Félagið afhenti skólameistara FG, Kristni Þorsteinssyni, innrammaða mynd eftir Michael sem þakklætisvott fyrir afnot okkar af myndlistastofunni þar sem kennslan fór fram. Kristinn var mjög ánægður með gjöfina.








bottom of page