top of page

 
TVÖ NÁMSKEIÐ MEÐ
ALVARO CASTAGNET

7. – 9. júlí 2023

Alvaro Castagnet sem er frá Úrúgvæ, hélt tvö námskeið í júlí fyrir samtals 32 félagsmenn. Veðrið lék við þátttakendur alla dagana svo hægt var að vera úti að mála á báðum námskeiðunum. Alvaro gaf mikið af sér og það var fróðlegt og skemmtilegt að hlusta á hann á meðan hann málaði. Ekki fengu þátttakendur mikinn tíma til að mála en samt tókst þeim ágætlega að reyna aðferðir hans. Málað var á bryggjunni við Sjóminjasafnið, í Grjótaþorpinu og á Austurvelli. Alvaro er mjög eftirsóttur kennari en við vorum heppnin að ná athygli hans og fá hann til okkar ásamt konu hans Ana Maria, fyrir tilstilli félaga okkar Önnu Ólafsdóttur Björnsson.

bottom of page