top of page

 
SÝNIKENNSLUKVÖLD MEÐ MICHAEL SOLOVYEV

7. júní 2023

Gestakennarinn Michael Solovyev frá Kanada var með sýnikennslu í Hæðargarði í júnímánuði. Viðburðurinn var afar vel sóttur, 64 félagsmenn mættu sem er metfjöldi á viðburði í félaginu okkar. Fylgst var með Michael mála fagra ballerínu en hann málar aldrei sama mótíf tvisvar svo að spennan sé í hámarki hjá honum. Verkið tókst frábærlega eins og sést á meðfylgjandi myndbandi og seldist myndin á staðnum.

bottom of page