top of page
DANIEL SMITH
KYNNING
2. desember 2019
Kynningarfundur var haldinn 2. desember þar sem eigandi fyrirtækisins Daniel Smith í Seattle, BNA kynnti vörulínu sína í vatnslitum. Þeir hafa verið notaðir af mörgum meisturum eins og Ann Larsson-Dahlin, Joseph Zbukvic, Jean Haine, Ann Blockley og Alvaro Castagnet. Nokkrir félagsmenn eru nú þegar að nota liti frá þessu fyrirtæki þó svo þeir fáist ekki ennþá hér á landi.
Eftir fundinn var okkur boðið að fá sýnishorn af öllum litunum. Þegar sendingin barst svo til landsins voru þessir 256 litir til sýnis fyrir félagsmenn til að prófa á nokkrum málunarstundum í Gjábakka og Gerðubergi.
bottom of page