ELÍNBORG
JÓHANNESDÓTTIR OSTERMANN
Verk Elínborgar einkennast af tilraunagleði og forvitni, að kanna nýjar slóðir bæði hvað tækni og viðfangsefni varðar. Vatnslitir hafa verið í uppáhaldi frá byrjun en þó sérstaklega með íslenskt landslag sem viðfangsefni. Seinna tók við teikning, fígúratíf og abstrakt málun, bæði í olíu, akrýl og blandaðri tækni.
Elínborg er fædd og uppalin í Reykjavík (1954). Hún lauk doktorsgráðu í lífefnafræðum við háskólann í Vínarborg 1984 og hefur búið þar síðan og starfaði við rannsóknir á krabbameinslyfjum.
Fyrstu skref Elínborgar á listabrautinni voru í barnadeild
myndlistarskólans í Reykjavík undir handleiðslu Benedikts Gunnarssonar listmálara, sem vakti áhugi hennar á myndlist fram á daginn í dag. Hún sótti nám við Kunstfabrik Wien 2018 – 2022 með áherslu á fígúratíf og abstrakt málun. Í gegnum árin hefur hún auk þess sótt námskeið hjá þekktum listamönnum m.a. Joseph Zbukvic, Chien Chung Wei, Bernhard Vogel, Matthias Kroth og fleirum.
Elínborg hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum í Austurríki og haldið einkasýningar á Íslandi og í Vínarborg. Hún er meðlimur í Nordiska Akvarellsällskabet.
Haust á Akureyri