top of page
ERINDI
UM ÁSGRÍM JÓNSSON
20. mars 2025
Í kjölfar venjulegra aðalfundarstarfa er nauðsynlegt að hafa áhugaverðan fyrirlestur til að hvetja félagsmenn til að mæta! Í ár var röðin komin að formanni okkar, Derek Mundell, að halda erindi byggt á BA-ritgerð hans í listasögu. Hann setti fram kenningu sína um það hvernig Ásgrímur Jónsson kenndi sjálfum sér að mála stórbrotnar vatnslitamyndir í upphafi 20. aldar. Hann gafst upp á formlegri listkennslu í Kaupmannahöfn og hafði aðeins nokkrar bækur sér til hjálpar. En hvaða bækur og hver veitti honum mestan innblástur?



bottom of page
