FIMMTA SAMSÝNING FÉLAGSINS
HALDIN Í HALLASTEINSSAL, BORGANESI
23. september 2023
Fimmta samsýning félagsins var haldin í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Um 140 manns voru viðstaddir opnun sýningarinnar laugardaginn 23. september.
Sýningarnefnd auglýsti í mars meðal félagsmanna eftir myndum fyrir samsýningu ársins 2023. Hver félagsmaður mátti senda inn ljósmyndir af 1-3 verkum. Alls bárust 168 myndir frá 63 félagsmönnum sem þýðir að flestir sem sendu inn myndir sendu þrjú verk.
Á sýningunni voru 60 verk eftir 45 listamenn. Sýningarnefnd skipaði þriggja manna dómnefnd fagmanna utan félagsins en með reynslu af vatnslitamálun og kennslu í faginu, til að velja inn myndir á sýninguna. Í þetta skipti skipuðu dómnefndina íslensku listamennirnir Guðrún Tryggvadóttir og Hlynur Helgason ásamt kanadíska listamanninum Michael Solovyev.
Sýningin fékk mjög góðar viðtökur og gestir voru ánægðir með þá fjölbreytni sem myndirnar sýna.