FJÓRÐA SAMSÝNING
FÉLAGSINS
20. október 2022
Fjórða samsýning félagsins var haldin í Gallerí Göngum við Háteigskirkju. Um 100 manns voru viðstaddir opnunina fimmtudaginn 20. október.
Í lok maí var auglýst eftir myndum meðal félagsmanna Vatnslitafélags Íslands fyrir samsýningu ársins 2022. Hver félagsmaður mátti senda inn ljósmyndir af 1-3 verkum. Alls bárust 176 myndir frá 63 félagsmönnum sem þýðir að flestir sem sendu inn myndir, sendu þrjú verk.
Á sýningunni voru 58 verk eftir 45 listamenn. Sýningarnefnd skipaði þriggja manna dómnefnd fagmanna utan félagsins en með reynslu af vatnslitamálun og kennslu í faginu, til að velja inn myndir á sýninguna. Í þetta skipti skipuðu dómnefndina Louise Harris, Sigga Björg Sigurðardóttir og Vicente Garcia Fuente (Spánn).
Sýningin fékk mjög góðar móttökur og gestir voru ánægðir með þá fjölbreytni sem myndirnar sýna.
Sýningarnefndin: Elín Þóra, Derek, Gurra, Hallmundur og Linda
Myndir eftir Kristínu Þorkelsdóttur og Vilborgu Gunnlaugsdóttur