top of page
HELGARNÁMSKEIÐ MEÐ JÓNI BALDRI HLÍÐBERG
14.- 16. janúar 2022
Í janúar 2022 var loksins hægt að halda helgarnámskeið með Jóni Baldri Hlíðberg. Covid var ennþá að hrella okkur. Við þurftum að skipta hópnum í tvær stofur og Jón fór á milli og leiðbeindi hverjum og einum. Hver þátttakandi valdi sitt eigið verkefni og árangurinn leynir sér ekki.
Í framhaldinu gátum við afhent skólastjóra Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Kristni Þorsteinssyni, mynd eftir Jón Baldur Hlíðberg sem gjöf fyrir afnot okkar af listastofu skólans. Frummyndin "Klettafrú" var valin úr myndasafninu sem Jón Baldur kom með á námskeiðið.
bottom of page