top of page

 
KVÖLDFUNDUR
„HVAÐ Á VERKIÐ AÐ HEITA“

21. apríl 2024

 

Í apríl var haldinn fundur í Fjölbrautaskóla Garðarbæjar þar sem Ásta Jónsdóttir, félagi í Vatnslitafélagi Íslands, sagði frá ferli sem hún notar við að gefa verkum nafn. Ásta leggur upp með að titill verks sé stór hluti þess, ekki síst þegar unnið er með þema. Fór hún ítarlega yfir þá hugmyndafræði sem hún nýtir við nafngiftir verka sinna. Miklar umræður sköpuðust eftir fræðandi erindi hennar.

Eftir hlé fór Derek, formaður félagsins, yfir myndatöku verka sem félagar senda rafrænt frá sér. Einnig útskýrði hann nýtt skráningarkerfi sem félagið hefur tekið upp til að senda inn myndir fyrir samsýningar á vegum félagsins.

© 2024 The Icelandic Watercolour Society / Vatnslitafélag Íslands

bottom of page