KATRÍN
MATTHÍASDÓTTIR
Katrín Matthíasdóttir útskrifaðist úr Ludwig-Maximilian háskólanum í München árið 1998 með M.A. gráðu í þýsku sem aðalfag og norræn fræði og heimspeki sem aukafög. Hún hóf ekki að mennta sig í myndlist fyrr en eftir að heim var komið frá Þýskalandi. Katrín sótti ýmis námskeið í olíumálun við Myndlistarskólann í Kópavogi á árunum 2007-2010 og hefur haldið einkasýningar m.a. í Gallerí Gróttu 2019/2020, Gallerí Fold 2018, Norræna húsinu 2017, Gerðubergi 2015 og tekið þátt í ýmsum samsýningum hér heima en einnig erlendis. Hún hlaut verðlaun í samnorrænu portrettkeppninni „Portræt Nu“ árið 2011. Katrín hefur einnig myndskreytt tvær barnabækur, „Húsið á heimsenda“ og „Ævintýrið um litla Dag“.
Katrín leggur stund á figuratíva list en hefur þó reynt sig við ýmsar listaðferðir. Innblástur fær hún úr öllum áttum, maðurinn og umhverfið í öllu sínu rófi og samskiptum. Verk hennar hafa oft samfélagslega og umhverfislega skírskotun, þar sem hamfarahlýnun er áberandi.
Einkasýningar:
2019: Gallerí Grótta, Reykjavík. Fjarstjörnur og fylgihnettir
2019: Bókasafn Kópavogs. Haustgríma
2019: Bókasafn Garðabæjar. Listamaður mánaðarins
2018: Gallerí Fold, Reykjavík
2017: Norrænu húsið, Reykjavík
2015: Hlemmur, Reykjavík. Listadraumur um París
2015: Gerðuberg, Reykjavík. Hvert liggur leiðin
2013: Gróskusalurinn, Garðabær. Sammannleg
Samsýningar:
2019: Gallerí Göng, Reykjavík. 1. samsýning Vatnslitafélags Íslands
2015: International Portrait gallery Tuzla, Boznia og Herzegovina. 16. INTERBIFEP exhibition
2015: Kex Hostel, Reykjavík. Traveler, sýning á vegum Museshópsins
2011: Museum of National History, Kaupmannahöfn. Portræt Nu. Nordic Portrait Competition
2010-2015: Þátttakandi í nokkrum samsýningum myndlistarfélagsins Grósku
Umbreyting-Barnsaugu VI, 35 x 30 cm
Umbreyting-Barnsaugu X, 60 x 50 cm