KRISTÍN
TRYGGVADÓTTIR

Kristín er Kópavogsbúi og rekur vinnustofuna ART 11 í félagi við fleiri listamenn í Auðbrekku 10, Kópavogi. Hún er kennari frá KHÍ, stundaði nám við Handíða og Myndlistaskólann, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Kópavogs ásamt námsferðum til Danmerkur og Ítalíu. Kristín, sem er félagi í SÍM og Íslenskri grafík, hefur haldið fjölda einka- og samsýninga m.a. í Danmörku, Ítalíu, New York, Svíþjóð, Bretlandi og Finnlandi.
Verk Kristínar spegla áhuga hennar á vídd, fjölbreyttum skilningi tungu og tákna með tengingu við hina óendanlegu veröld fjarlægðar og nálægðar.
Veröld nær og fjær er túlkuð allt frá hinu huglæga og ósjáanlega til okkar fótspora. Jörð, himingeimur, táknmyndir, jafnvægi og fegurð.

Tjöldin færast yfir leiksviðið 76 x 56 cm

Frá valsi til tangós í París 76 x 56 cm

Bústið aldin að blómstri í Amason 70 x 50 cm

Á verði 108 x 78 cm

Val sýn 78 x 54 cm

Gátt inn í hið óvænta 108 x 78 cm

Þroski 20 x 18 cm

Stolt 20 x 18 cm

Samhljómur 75 x 56 cm