top of page

 
MÁLAÐ
MEÐ LIZ CHADERTON

5. desember 2023

Fyrir kemur að við heyrum af ferðum listamanna hér á landi og það sakar ekki að leita eftir hvort viðkomandi sé tilbúinn til að deila þekkingu sinni og reynslu með okkur í Vatnslitafélaginu.

Félagi okkar, María Gísladóttir, frétti af því að breska listakonan og netkennarinn Liz Chaderton ætlaði að vera á Íslandi í fríi í byrjun desember. Saman tókst okkur að finna tíma fyrir félagsmenn til að hitta hana og læra af henni. Liz var með sýnikennslu þar sem þeir sem vildu gátu málað með henni. Kennt var að nota blekpenna og vatnsliti saman. Liz er hæfileikaríkur listamaður og kennari sem kemur tækni sinni og túlkun á mótífi vel til skila. Rúmlega 40 félagsmenn mættu á viðburðinn og nutu góðs af tveggja tíma sýnikennslu og málunarstund sem var vel metið og Liz þakkað af alúð.

Screenshot 2024-10-05 at 14.39.08.jpeg

© 2024 The Icelandic Watercolour Society / Vatnslitafélag Íslands

bottom of page