MARGRÉT KOLKA
HARALDSDÓTTIR
Margrét (f. 1948) Hún lauk kennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975 og Meistaraprófi í dönsku og ensku frá Háskóla Íslands 1993. Margrét stofnaði Myndlistaskóla Garðabæjar og rak hann í 15 ár.
Margrét sótti námskeið í vatnslitun í Myndlistarskóla Kópavogs í nokkur ár og naut þar handleiðslu Erlu Sigurðardóttur og Derek Mundell. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá erlendum listamönnum og má þar nefna Bridget Woods, Keith Hornblower, Ylva Molitor-Gardsell og Ann Larson.
Myndefni Margrétar hefur verið ýmis konar, en landslag og fuglar hefur verið henni hugleikið undanfarin ár. Í landslagsmyndunum er það flæði litanna, samspil birtu og skugga sem er viðfangsefnið.
Í fuglamyndunum leitast Margrét við að draga fram sérkenni fuglanna fremur en að gefa nákvæma lýsingu á fuglunum. Í meðförum hennar birtast fuglarnir sem verur með næstum mannlega eiginleika, sumir þeirra horfa á áhorfandann hvössum augum eða spurulum, það er áhorfandans að ákveða hvað undir býr.
Einkasýningar:
2019: Hannesarholt
2013: Neskaupstaður
2010: Listhús Ófeigs
Samsýningar:
2020: Listasalur Mosfellsbæjar, 2. samsýning Vatnslitafélags Íslands : Andstæður
2020: Royal Watercolour Society of Wales og NAS í Brecon, Wales
2019: Norræna hús, Reykjavík. NAS (Nordiska Akvarellsellskapet) og Royal Society of Wales
2013: Veitingahús Sólvík, Hofsós
2006: Við árbakkann á Blönduósi
2019 -2020: Sýning á vatnslitamyndum í Sólvík á Hofsósi
Arnarungi
Valur