MARÍA
GÍSLADÓTTIR
María Gísladóttir er fædd á Ísafirði árið 1960. Við þriggja ára aldur fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni í Lauganeshverfið í Reykjavík. Í uppeldinuhneigðist María fljótt að teikningu og hafði móðir hennar þar eflaust mikil áhrif en hún var mjög listhneigð. Uppáhaldsviðfangsefnið var íslenski hesturinn.
María stundaði nám á listasviði við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og síðar fór hún í diplómanám við Myndlistaskólann í Reykjavík. María hefur búið víða um heiminn og þessi mikla heimssýn hefur mótað Maríu og haft áhrif á list hennar. Hún hefur einnig sótt módelnámskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlistaskóla Kópavogs og opnu tímana í Ásmundasal.
María starfar nú í Hlutverkasetri sem er endurhæfingarmiðstöð. Þar er listadeild sem hún hefur nýtt sér og lært ýmislegt, svo sem vatnslitun, olíumálun, klippitækni, pastelmálun og margt fleira hjá Önnu Henriksdóttur og Svöfu Einarsdóttur. Einnig hefur hún tekið þátt í samsýningum þar og víða á höfuðborgarsvæðinu.
Einkasýningar:
2020: Sitt af hvurju tagi, Reykjavík.
2018: Svarthöfði með snúningi, Reykjavík.
Samsýningar:
2020: Andstæður, Mosfellsbær.
2020: Myndljóð, Reykjavík.
2019: Nornir og englar, Reykjavík.
2018: Huss huss, Rovaniemi, Finland.
2018: Okkar Venus, Reykjavík.
2017: Endurfundir, Reykjavík.
2017: Stjórnarfundur, Reykjavík
Augnablik
Heyannir
5 mínútur
10 mínútur
Manni
Litróf
Kaffiengill
Skissa
Skissa
Litagleði
Inktober 2020