MATHILDE
MORANT
Mathilde Morant er frönsk listakona sem búsett er í Reykjavík. Hún er með MA gráðu í leikmyndahönnun. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að því að mála með vatnslitum landslag í íslenskri náttúru og ferðast um landið í þeim tilgangi.
Árið 2018 hóf hún „Viti Project“ sem heldur utan um verkefni þar sem hún teiknar og málar íslenska vita í umhverfi sínu. Verkefið hefur leitt hana meðfram strandlengju Íslands þar sem hún hefur rannsakað hvern krók og kima. Mathilde ferðast ein á húsbíl sínum á sumrin og þarf stundum að ganga í öllum veðrum til að komast á staðina sem hún ætlar að mála.
Æðeyjarviti 23 x 31 cm
Norðfjarðarhornsviti 31 x 23 cm
Sauðanesviti 23 x 31 cm
Papeyjarviti 23 x 31 cm
Malarrifsviti og Lóndrangar 23 x 31 cm
Elliðaeyjarviti 31 x 23 cm