top of page

 
TVÖ NÁMSKEIÐ
MEÐ KONSTANTIN STERKHOV

6. – 13. júní 2024

Konstantin Sterkhov frá Rússlandi kom til okkar í júní og kenndi á tveimur þriggja daga námskeiðum. Dýr og manneskjan voru viðfangsefni á fyrra námskeiðinu en blóm og landslag á því seinna. Tuttugu og fjórir félagsmenn unnu mjög vel undir hans leiðsögn. Almenn ánægju var með kennsluaðferðir hans svo nú þurfa menn að vinna úr upplýsingunum sem þeir fengu og þróa aðferðirnar sem þeim voru sýndar.

Félagið afhenti aðstoðarskólameistara FG, Önnu Maríu Gunnarsdóttur, innrammaða mynd eftir Konstantin sem þakklætisvott fyrir afnot okkar af myndlistastofunni þar sem kennslan fór fram.

© 2024 The Icelandic Watercolour Society / Vatnslitafélag Íslands

bottom of page