Ólöf útskrifaðist úr Málaradeild MHÍ 1996. 1995 var hún eina önn gestanemi við“Hochschule der bildende Kunste” í Hamborg.
Hún er meðlimur í FÍMK ,SÍM og NAS og er meðlimur og ein af stofnendum Vatnslitafélags Íslands. Hún kenndi myndlist sem valgrein í Verzlunarskóla Íslands 2006 – 2012, en við þann skóla kenndi hún líka þýsku 1982 – 2012.
Ólöf notar vatnsliti á pappír, ásamt tússi og bleki. Nýlega byrjaði hún að mála á keramik samhliða vatnslituninni. Keramikmálninguna stundar hún í listasmiðjunni “Noztra” sem dóttir hennar og tengdasonur reka ásamt fleirum. Ólöf hefur stundað þessa tegund myndlistar talsvert sl. ár.
Ólöf hefur haldið nokkrar einkasýningar, t.d. Í “Gallerí Fold “og listmunaversluninni “Kirsuberjatréð“. Hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis, m.a sýningum á vegum NAS í Álaborg og Kaupmannahöfn. Auk þess hefur hún haldið margar vinnnustofusýningar ásamt dóttur sinni Unni Knudsen textilhönnuði á vinnustofu þeirra mæðgna á Sólvallagötu 1.