ÓLÖF SVAVA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Ólöf Svava er leikskóla og listgreinakennari og hefur starfað við það síðustu 35 ár. Einnig hefur hún kennt vatnslitamálun við Myndlistarskóla Kópavogs í eitt ár.
Ólöf hefur tekið þátt í fjölmörgum námskeiðum í myndlist í gegnum tíðina, meðal annars í Myndlistarskóla Kópavogs hjá Derek Mundell og Ingibergi Magnússyni, einnig hjá erlendum listamönnum svo sem Bridget Woods og Ann Larsson Dahlin.
„Vatnslitir hafa heillað mig alla tíð. Þeir eru uppspretta hugmynda og ævintýra. Gegnsæi og eiginleiki vatnslitanna hvetja til sköpunar. Útkoman er ekki alltaf fyrirsjáanleg heldur ákveðinn óvissuferð. Gleðin við að skapa og mála gerir lífið innihaldsríkari og skemmtilegra.“
Einkasýningar:
2022 Gallerí Skúmaskot
2020 Hannesarholt "Farvegur".
2015 Hannesarholt "Tilviljun".
2009 Kaffihús Dóa "Vatnslitasýning".
Samsýningar:
2023 ECWS European confederation of watercolour society, Dublin
2023 Safnhús Borgarfjarðar. Vatnslitafélag Íslands. Blæbrigði
2023 Dronninglund Kuncenter, Denmark. The Light of the North
2022 Gallerí Göng. Vatnslitafélag Íslands
2022 Gallery Grásteinn, vatnslitahópurinn Flæði
2021 Gallerí Grótta. Vatnslitafélag Íslands
2021 ECWS - Uml, Þýskaland.
2020 Listasalur Mosfellsbæjar. Vatnslitafélag Íslands
2020 Brecon, Wales. NAS og Royal Watercolor Society of Wales.
2019 Gallerí Göng. Vatnslitafélag Íslands.
2019 Eldheimar Vestmannaeyjum "Tveir heimar".
2017 Norræna húsinu: NAS og Royal Watercolor Society of Wales.
2017 ECWS Salamancia Spánn
Sumarið er tíminn 55 x 38 cm
Rósir 27 x 35 cm
Ílát 28 x 57 cm
Fjallakyrrð 38 x 56 cm
Herðubreið 28 x 38 cm
Dimma 38 x 28 cm
Allt er í heiminum hverfult 36 x 53 cm
Í gegnum tíðina 28 x 38 cm
Stiginn 38 x 57 cm
Umbrot 55 x 37 cm