top of page

 
ÓMAR
SVAVARSSON

Það lá snemma fyrir að Ómar myndi leggja fyrir sig myndlistina. Ungur sótti hann ýmis námskeið og síðar kom hann sér í læri hjá Bjarna Jónssyni, listmálara, sem þjálfaði hann bæði í teikningu, olíumálun og vatnslitun. Sem ungur maður tók Ómar þátt í ýmsum samsýningum og hélt einnig einkasýningar víðs vegar um landið. Örlögin beindu honum þó á aðra braut í lífinu en atvinnumennsku í myndlist. Þó hafa litir, form og línur verið hans lifibrauð alla tíð. Ómar vinnur sem grafískur hönnuður og rekur í dag eigið fyrirtæki ásamt konu sinni á sviði hönnunar og prents. Utan vinnu sinnir hann myndlistinni og eru vatnlitirnir honum kærastir. Hraðinn og spennan í vatnslitunum, eltingaleikurinn við ljósið, og hið óvænta heillar mig óendanlega, segir Ómar. Innblástur verka sinna sækir hann í sitt nánasta umhverfi, meðal annars í atvinnulífið, en þó einkum náttúruna sem hefur ávallt verið hans meginviðfangsefni.

Vinnustofa á Álfhellu 7

Gsm: +354 864 2440

Sýningar:

1978 - Samsýning ungra listamanna í Hafnarfirði

1982 - Einkasýning á Hellisandi

1985 - Einkasýning í Hafnarborg, Hafnarfirði

1986 - Samsýning á Kjarvalsstöðum

1986 -Einkasýning á Neskaupsstað

1990 - Einkasýning í Hafnarborg, Hafnarfirði

2002 - Samsýning í Gallerí Halla í Hafnarfirði

Skissur

Hraun auga 22 x 22 cm

Hraun auga 77 x 100 cm

Frá Hafbarfirði 40 x 60 cm

Hraunavinir 25 x 75 cm

Hekla 1450 60 x 60 cm

Hekla 70 x 100 cm

Kór ísbjarna 25 x 30 cm

Reynir 22 x 22 cm

bottom of page