ÖNNUR
SAMSÝNING
FÉLAGSINS
23. nóvember 2020
Önnur samsýning félagsins var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 20. nóvember 2020 en vegna samkomutakmarkanna var ekki mögulegt að hafa formlega opnun að þessu sinni.
Á sýningunni voru 64 verk eftir 47 listamenn. Sýningarnefnd réði þriggja manna alþjóðlega dómnefnd sem skipuð var af Ann Larsson-Dahlin frá Svíþjóð, Keith Hornblower frá Englandi og Valentina Verlato frá Ítalíu sem öll eru starfandi listamenn. Hver félagsmaður mátti senda inn allt að þrjár myndir í forval fyrir sýninguna og bárust 178 myndir frá 67 listarmönnum til dómnefndar. Félagið afhenti Steinunni Emilsdóttur, forstöðumanni Listasalar Mosfellsbæjar, vatnslitamynd eftir Jón Aðalstein Þorgeirsson í þakklætisskyni fyrir að taka svona vel á móti félagssýningu okkar.
Sýningarnefndin. f.h. Ása L. Aradóttir, Þóra Einarsdóttir. Birgir Rafn Friðriksson, Derek Mundell og Gunnar O.L. Magnússon.
Formaður félagsins, Derek Mundell, afhendir Steinunni Emilsdóttur, forstöðumanni Listasalar Mosfellsbæjar, vatnslitamynd eftir Jón Aðalstein Þorgeirsson.