top of page

ÖRN BÁRÐUR
JÓNSSON
 

Örn Bárður Jónsson.jpg

Vinnustofa

Vatnsstíg 19, (202)

101 Reykjavík

Gsm: +354 8542311

Örn Bárður Jónsson (1949) hefur starfað sem djákni, verkefnissstjóri á Biskupsstofu og fræðslustjóri kirkjunnar og sem sóknarprestur, lengst af við Neskirkju í Reykjavík og svo í Noregi fimm seinustu starfsárin. Og nú gefst honum meiri tími til að teikna og mála! 

Uppúr 1990 hóf hann aftur að mála með olíu og fór svo um tíma út í akrýl. Eftir langt hlé hófst skissu- og vatnslitatímabilið sem staðið hefur í að minnstu kosti 10 ár.

Árið 1997 sótti hann námskeið í módelteikningu hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur en hafði nokkrum árum áður tekið þátt í námskeiði hjá Kristínu Blöndal í Myndlistarskóla Garðabæjar. Þá hefur hann málað nokkrum sinnum úti með vini sínum, Óskari Thorarensen og lært af honum margt gott.

Örn sótti námskeið í Frakklandi sumarið 2012 hjá Alvaro Castagnet og sýndi verk sín í fyrsta sinn formlega í Noregi sumarið 2019. Seinasta sýning hans og sú fyrsta á Íslandi, einkasýning, var sett upp í Galleríi 16 við Vitastíg í Reykjavík í desember 2021.

Örn Bárður Jónsson-Volbu, Noregi.jpg

Volbu, Noregi

Örn Bárður Jónsson-Frost og funi.jpg

Frost og funi

Örn Bárður Jónsson-Portret af presti.jpg

Portret af presti

Örn Bárður Jónsson-Sigla himinfley við Ægisíðu.jpg

Sigla himinfley við Ægisíðu

Örn Bárður Jónsson-Stabbur (forðabúr) í Noregi.jpg

Stabbur (forðabúr) í Noregi

Örn Bárður Jónsson-The House of the Rising Sun, New Orleans.jpg

The House of the Rising Sun, New Orleans

Örn Bárður Jónsson-Tilbrigði við Naustahvilft, Ísafirði.jpg

Tilbrigði við Naustahvilft, Ísafirði

Örn Bárður Jónsson-Vetrarbirta.jpg

Vetrarbirta

Kærleikshúsið Sólheimar við Tjarnargötu

Örn Bárður-Tilbrigði við fiskikofa við Ægisíðu.jpg

Tilbrigði við fiskikofa við Ægisíðu

bottom of page