top of page

 
RAGNA
MARTEINSDSDÓTTIR

Ragna Marteinsdóttir.jpg

Hóf myndlistarnámið í menntaskólanum á Akureyri. Ragna útskrifaðist síðar frá  MHÍ sem Grafískur hönnuður. Þar styrkti hún um leið hæfileika sína í teikningu, olíumálun og vatnslitun. Að lokinni brautskráningu starfaði hún sem grafískur hönnuður, til að mynda hjá VISA Íslandi en rekur nú eigið fyrirtæki ásamt eiginmanni sínum á sviði hönnunar og prents. Litir og form hafa því alltaf verið hluti af vinnunni. Í frístundum nýtur hún útvistar og málar, einkum með vatnslitum.

 

Ragna er mikill dýravinur og hestakona og gerir skepnurnar iðulega að viðfangsefni sínu þar sem hún leitast við að fanga ásýnd þeirra og hreyfingar. Ragna er natúralisti í grunninn en málar þó gjarnan impressjónískt þar sem ásýnd hluta, manna og dýra eiga það til að ókyrrast í verkum hennar bæði hvað form og liti snertir. Hún hefur tekið þátt í einni samsýningum á myndlistarferli sínum.

Ragna Marteinsdóttir-Hæna.jpg

Hæna

Ragna Marteinsdóttir-Hestar.jpg

Hestar

Ragna Marteinsdóttir-Kona á hesti.jpg

Kona á hesti

Ragna Marteinsdóttir-Model 1.jpg

Model 1

Ragna Marteinsdóttir-Model 2.jpg

Model 2

Ragna Marteinsdóttir-Portrett.jpg

Portrett

bottom of page