top of page

 
RANSÝ /
RANNVEIG ÁSBJÖRNSDÓTTIR

Ransý.jpg

Árið 1988 byrjaði ég í kvöldskóla FB á listasviði. Þar var teiknun og málun aðal viðfangsefnið ásamt listasögu. Eftir að hafa farið á sumarnámskeið hjá Myndlistarskóla Kópavogs hjá Erlu Sigurðardóttur í vatnslitamálun, hef ég aðeins notað þann miðil. Vatnslitirnir heilluðu mig frá byrjun og eru mjög hentugir til þess að hafa með hvert sem farið er.

Ég vann nokkur ár á Árbæjarsafni þar sem ég heillaðist af torfbæjunum, og hef ég haft unun af því að spreyta mig á að mála þá jafnframt því að mála blóm og landslag. Þær myndir sel ég á söfnum og í verslanir.

Ég hef sótt ýmis námskeið sem verið hafa á vegum Myndlistarskóla Kópavogs og Vatnslitafélags Íslands hjá kennurum svo sem, Derek Mundell, Bridget Woods, Vicente Garcia, Ann Larson Dahlin og nú síðast Michael Solovyev. Einnig er ég útstillingahönnuður frá Iðnskóla Hafnarfjarðar.

Einkasýning:

 

2007 Geysir Bistro og Bar

Samsýning:

Vatnslitafélags Íslands og Myndlistaskóla Kópavogs

bottom of page