REYNIR
VILHJÁLMSSON
Reynir (f.1934) hefur unnið með blýant og penna allan sinn starfsferil og unnið að skipulagsmálum og hönnun. Hann hóf sinn vatnslitaferil 2003-2004 á námskeiði hjá Hlíf Ásgrímsdóttur í myndlistaskólanum í Reykjavík. Reynir ætlaði að enda stafsferilinn 70 ára en það drógst á langinn. Hann mætti aftur í námskeið hjá Hlíf árið 2013, nú í Myndlistarskóla Kópavogs og hefur haldið sig þar á hverju ári síðan hjá ýmsum kennurum. Hann nýtur þess að eiga tengsl víða á landinu – Snæfellsnes, Breiðifjörður, Siglufjörður, Húsavík. Reynir býr við Árbæjarlón sem nú er, öllum að óvörum, tæmt án viðvörunar. Það er skýring á nokkrum myndum sem hér birtast.
skissa eftir Tómas Leó Halldórsson
Gsm: +354 820 5302
Einkasýningar
2021: Borgarbókasafnið í Arbæ, Árbæjarlónið sem var
2019: Herhúsin, Siglufirði, Snjó og litaflóð.
2004: Menningarhúsið Gerðuberg, Sjónþing og yfirlitssýning á verkum.
Samsýningar
2022: Gallerí Göng, Reykjavík, 4. samsýning Vatnslitafélag Íslands
2019: Gallerí Göng, Reykjavík, 1. samsýning Vatnslitafélag Íslands
Arbæjarstifla- flóð (28 x 38 cm) 2020
Jarning (28 x 38 cm)
Ritlistakonur á pallinum
Arbæjarlon (57 x 38 cm) 2020
Fagribær (28 x 38 cm)
Svanurinn með tvo unga (36 x 38 cm) vorið 2020
Malað á Laugarnesi (38 x 56 cm)
Arbæjarstifla (28 x 38 cm)
Á Hvammsfirði (28 x 38 cm)
Arbæjarlon (28 x 38 cm) 2020