SESSA/
SESSELJA JÓNSDÓTTIR
Áhugi Sessu á vatnslitum kviknaði af alvöru í Myndlistarskóla Kópavogs á árunum 2015 til 2018 undir leiðsögn Dereks Mundell, þar sem krefjandi flæði lita og vatns var undirstaða myndefnis. Hún hefur einnig sótt stök námskeið í gegnum árin hjá listamönnunum Bryndísi Björgvinsdóttur, Halldóri Árna Sveinssyni, Ólöfu Svövu Guðmundsdóttur, Keith Hornblower, Ann Larson Dahlin, Lena Gemzöe, Vicente Garcia Fuentes og Björn Bernström.
Sessa heillast af litadýrð náttúrunnar sem hún færir yfir á vatnslitapappírinn og lætur vatn og liti flæða saman, útkoman kemur iðulega á óvart sem gerir verkið meira spennandi. Myndefnið vinnur hún svo áfram út frá því.
Einnig heillast Sessa af skemmtilega fuglinum, kríunni, sem hún hefur ítrekað málað myndir af í mismunandi aðstæðum og landslagi.
Gsm: +354 844 3204
Samsýningar:
2024: Gallerí Grótta, sjötta samsýning Vatnslitafélags Íslands: Árstíðir
2024: Gallerí Grásteinn, fimmta samsýning vatnslitahópsins Flæði
2023: Hallsteinssal Safnahúsi Borgarfjarðar, fimmta samsýning Vatnslitafélags Íslands
2022: Gallerí Grásteinn, fjórða samsýning vatnslitahópsins Flæði
2022: Gallerí Göng, fjórða samsýning Vatnslitafélags Íslands
2022: Félagsmiðstöð eldri borgara, Hæðargarði, samsýning vatnslitahópsins Flæði
2021: Gallerí Grótta, þriðja samsýning Vatnslitafélags Íslands: Breytingar
2021: Gallerí Grásteinn, þriðja samsýning vatnslitahópsins Flæði
2020: Listsalur Mosfellsbæjar, önnur samsýning Vatnslitafélags Íslands: Andstæður
2020: Skúmaskot Skólavörðustíg, samsýning Litku myndlistafélags
2020: Skúmaskot Skólavörðustíg, önnur samsýning vatnslitahópsins Flæði
2020: Safnahúsi Borgarfjarðar, fyrsta samsýning vatnslitahópsins Flæði
2019: Gallerý Göng, fyrsta samsýning Vatnslitafélags Íslands
2016: Samsýning fjögurra vinkvenna úr Myndlistaskóla Kópavogs á Hrafnistu Hafnarfirði
Stormur í aðsigi (17 x 50 cm)
Sumarlok (26 x 35 cm)
Óbyggðir (20 x 20 cm)
Ljósaskipti (37 x 53 cm)
Ískaldur janúar (18 x 20 cm)
Móðurást I (18 x 18 cm)
Móðurást (46 x 17 cm)
Dynjandi
Himnaljós (38 x 28 cm)
Dynjandi (34 x 26 cm)