top of page

 

SIGRÚN ÁSA
SIGMARSDÓTTIR

Sigrún Ása er fædd 1957 og hefur sótt námskeið í myndlist undir leiðsögn ýmissa kennara og hún hefur haldið eina einkasýningu, í Bókasafni Kópavogs árið 2020 og í Skúmaskoti-Veggnum 2021.

 

Pappír og vatn eru í aðalhlutverki og skapa sviðið fyrir liti. Rauði þráðurinn í verkunum er náttúruleg form með vísun í lífrænan plöntuheim. Hið smágerða og fínlega er kallað fram með sterkum litum og áferð. Pappírinn sjálfur og spennandi yfirborð hans kveikir hugmyndir, ásamt flæðandi eiginleikum vatnslitanna sem blandast frjálsir á fletinum. Verkin eru lagskipt þar sem pastel, akrýl, litblýantar og pennar vefa sig um vatnslitinn. 

Sigrún Sigmarsdóttir 1.jpg
  • Facebook
  • Instagram
Sigrún Sigmarsdóttir-Blómareisumynd.j

Blómareisa

Sigrún Sigmarsdóttir-Enginn vorkuldi.j

Enginn vorkuldi

Sigrún Sigmarsdóttir-Seld frjósemi-15

Frjósemi

Sigrún Sigmarsdóttir-Ristafroða.jpg

Ristafroða

bottom of page