top of page
SJÖTTA SAMSÝNING
FÉLAGSINS
14. nóvember 2024
Sjötta samsýning Vatnslitafélags Íslands var opnuð í Galleríi Gróttu á Seltjarnarnesi. Þemað í þetta skipti var „Árstíðir“. Á sýningunni voru 62 verk eftir 45 listamenn. Fjölmenni var við opnunina. Sýningarnefnd skipaði þriggja manna dómnefnd fagmanna utan félagsins með reynslu af vatnslitamálun og kennslu í faginu, til að velja inn myndir á sýninguna. Í þetta skipti skipuðu dómnefndina Konstantin Sterkhov, Rósa Gísladóttir og Tómas Leó Halldórsson. Hver félagsmaður mátti senda inn allt að þrjár myndir og bárust 172 myndir frá 61 myndlistarmanni.
Það var metaðsókn og almenn ánægja með fjölbreytni og útlit sýningarinnar.








bottom of page