top of page

 
SJÖUNDA SAMSÝNING
VATNSLITAFÉLAGSINS

18. október – 30. nóvember 2025

Sjöunda árlega samsýning Vatnslitafélags Íslands var opnuð í Galleríi Göngum við Háteigskirkju þann 18. október.  Á sýningunni voru 61 verk eftir 50 listamenn. Um 190 gestir komu til að fagna með okkur við opnun sýningarinnar. Tónlistaratriðinu var líka vel tekið af gestunum. Sýningarnefnd skipaði þriggja manna dómnefnd fagmanna utan félagsins til að velja inn myndir á sýninguna. Í þetta sinn skipuðu dómnefndina Aðalsteinn Ingólfsson, Eudes Correia og Ingibjörg Hauksdóttir. Hver félagsmaður mátti senda inn allt að þrjár myndir og bárust 205 myndir frá 73 myndlistarmönnum sem er metfjöldi hjá félaginu. Sýningin var falleg og fjölbreytt að vanda.

© 2025 The Icelandic Watercolour Society / Vatnslitafélag Íslands

bottom of page