top of page
ÞRIÐJA
SAMSÝNING
FÉLAGSINS

4. nóvember 2021
Þriðja samsýning Vatnslitafélags Íslands var opnuð í Galleríi Grjóti á Seltjarnarnesi. Þema í þetta skipti var „Breytingar“. Á sýningunni voru 64 verk eftir 50 listamenn, fjölmenni var við opnunina. Sýningarnefnd skipaði þriggja manna dómnefnd fagmanna utan félagsins en með reynslu af vatnslitamálun og kennslu í faginu, til að velja inn myndir á sýninguna. Dómnefnd skipuðu Daði Guðbjörnsson, Lena Gemzøe (Danmörk) og Lóa Hjálmtýsdóttir. Hver félagsmaður mátti senda inn allt að þrjár myndir og bárust 198 myndir frá 77 myndlistarmönnum.












bottom of page