top of page

UM OKKUR

Vatnslitafélag Íslands var stofnað í febrúar 2019 og í því eru um 250 meðlimir. Félagið er frjálst félag vatnslitamálara og áhugafólks um vatnslitamálun á Íslandi. Tilgangur þess er að efla stöðu vatnslitamálunar og stuðla að samvinnu félagsmanna á því sviði.

 

Félagsstarfið felst meðal annars í vikulegum málunarstundum sem öllum félagsmönnum er frjálst að sækja, helgarnámskeiðum með innlendum og erlendum meisturum, fræðslufundum um list og árlegri samsýningu félagsins.

005 copy.jpg
Palettan.jpg

STJÓRNIN

Derek Mundell

Svanheiður Ingimundardóttir

Formaður

Ritari

Sesselja Jónsdóttir

Hrefna Björk Karlsdóttir

Gjaldkeri

Meðstjórnandi

Guðbrandur Magnússon

Meðstjórnandi

Varamenn

Ólöf Svava Guðmundsdóttir

Vilborg Gunnlaugsdóttir

Í ritgerð sinni „Hugleiðingar um vatnslitamyndir íslenskra listamanna“ í bókinni Blæbrigði vatnsins (Listasafn Reykjavíkur, 2010), bendir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingurinn á að „sérhvert land eigi sér eigin vatnslitasögu sem iðulega stjórnast af eigin lögmálum, og er óháð meginframvindu myndlistarinnar í landinu“. Með örfáum undantekningum í vestrænni myndlist njóta vatnslitir tæplega sömu virðingar og olíumálverk eða höggmyndir. Ísland var engin undantekning í því sambandi. Sýningar á vatnslitamyndum voru fáar og yfirlitssýningin Blæbrigði vatnsins sem haldin var á Kjarvalsstöðum vorið 2010 er líklega fyrsta samantekt um vatnslitamálun sem komið hefur almenningi fyrir sjónir frá upphafi íslenskrar myndlistar á 19. öld.“

 

Einstaklingar og hópar hafa haldið margar sýningar á vatnslitaverkum á Íslandi. Eftirminnilegar eru tvær samsýningar á vegum Nordiska Akvarellsällskapet sem haldnar voru í Norræna húsinu árin 2010 og 2017. Báðar sýningarnar voru vel sóttar og fengu jákvæð viðbrögð meðal gesta.

 

Þessi vefsíða er fyrst og fremst vettvangur fyrir félagsmenn til að kynna verk sín. Upplýsingar um hvern og einn listamann eru aðgengilegar á síðunni fyrir þá sem vilja hafa samband.

bottom of page