top of page
ÚTIMÁLUN VIÐ
RAUÐHÓLA
13. ágúst 2023
Með dags fyrirvara var ákveðið að hittast við Rauðhóla og mála saman úti. Ellefu félagar mættu á tilsetum tíma og stilltu sér upp við trönur og máluðu það sem fyrir augu bar. Það er alltaf jafn krefjandi og kljást við síbreytilegt landslag þar sem skuggar færast stöðugt úr stað sem breytir útsýninu auk þess sem pappírinn þornar mjög hratt. En alltaf jafn áhugavert og skemmtilegt viðfangsefni.
bottom of page