top of page
VITA VERKEFNI –
ERINDI MATHILDE MORANT
11. september 2025
Mathilde Morant, sem er félagi í Vatnslitafélaginu, sagði okkur frá verkefni sínu The Viti project sem hófst 2018. Síðan þá hefur Mathilde málað á staðnum vatnslitamynd af sérhverjum vita á Íslandi, 120 samtals. Hún hefur heimsótt sum af þeim afskekktustu, fegurstu og mest krefjandi landsvæðum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Við fengum að heyra hvernig hlédræg 23 ára kona breyttist í einstakling með ævintýraþrá, með hjálp korts af Íslandi og vatnslitakassa. Það var einstaklega líflegt erindi sem Mathilde hélt fyrir okkur.





bottom of page
